Raleigh, höfuðborg Norður-Karólínu,
er miðstöð viðskipta og dreifingar afurða geysimikils landbúnaðarhéraðs
og iðnaðar, sem framleiðir m.a. rafeinda- og raftæki, vefnaðarvörur
og matvæli. Borgin er
setur fylkis- og borgarstjórnar, fjármála- og byggingarfyrirtækja.
Raleigh, Durham og Chapel Hill eru miðstöðvar vísindarannsókna
og menntastofnana á borð við Meredith-háskóla (1891), Fylkisháskólann
(1887), Shaw-háskólann (1865) og Háskóla hl. Ágústíns (1867).
Meðal áhugaverðra staða í Raleigh eru þinghúsið
(1833-1840), lögþingshúsið (1963; Edward Durell Stone),
Fylkislistasafnið, Sögusafn fylkisins og Náttúrugripasafnið.
Í kjölfar frelsisstríðsins
ákváðu íbúar Norður-Karólínu að stofna varanlega höfuðborg og
henni var valinn staður 1788. Skipulag
hennar var tilbúið 1792 og hún var nefnd eftir Sir Walter Raleigh.
Þinghúsið (1794) brann til grunna árið 1831 og núverandi grísk
endurreisnarbygging var fullbyggð árið 1840.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var 208 þúsund. |