Höfuðborgin
er Raleigh (250þ). Aðrar aðalborgir: Charlotte (315þ), Greensboro (156þ), Winston-Salem (132þ).
Landbúnaður: Tóbak,
maís, baðmull, sojabaunir, jarðhnetur, ávextir; kvikfé, alifuglar og
timbur.
Fiskveiðar.
Iðnaður:
vefnaður, vindlingar, húsgögn, þakflísar, rafvélar og matvæli.
Jarðefni: Glimmer,
feldspat og fosfat.
Ferðaþjónusta
veruleg (fjöll, strendur, veiðar, stangaveiði).
Great
Smoky Mountains þjóðgarðurinn.
Charlotte
(vefnaður, háskóli, myntslátta á tímabilinu 1833-1913 með gull- og
myntsafni; skemmtigarðurinn Carowinds).
Durham
(tóbak, vefnaður, Dukeháskólinn). Chapel Hill (elzti háskóli BNA,
stofnaður 1795).
Edenton
(iðnaður og mörg *nýlenduhús frá 18.öld).
Greensboro
(vindlingar, vefnaður, nákvæmnisiðnaður; fæðingarstaður rithöfundarins
William Sidney Porters (O, Henry); fjöldi háskóla).
Guilford
Courthouse National Military Park
(Nathaniel Green beið hér lægri hlut fyrir Bretum undir
stórn Cornwallis 1781, en þeir voru endanlega sigraðir við
Yorkstown skömmu síðar).
New Bern
(Svisslendingar stofnuðu bæinn 1710; nýlenduhús, t.d. Tryon
Palace 1767-70, viðgert 1952-59 eftir bruna).
Outer Banks (280 km
langur eyjaklasi fyrir strönd ríkisins með fjölda fiskiþorpa og bað-staða;
verndarsvæði. Á eyju við norðurenda hans er Fort Raleigh National
Historical Site. Þar
stofnuðu Bretar fyrstu nýlendu sína í Vesturheimi árið 1585 en
hurfu síðan þaðan. 10 km
norðar er Fort Raleight, þjóðarminnismerki um Wright
bræður, sem tókst þar fyrsta flugið 17. des. 1903).
Wilmington (aðalhöfn
ríkisins; Burgwin Wright húsið, 1771, þar sem Cornwallis hafði aðalstöðvar
sínar árið 1781. Þar er nú safn; margir baðstaðir við Atlantshafið, sjóstangaveiði
frá South Port og Fort Fisher).
Moores Creek National Military
Park (til minningar um sundurþykki
þjóðernissinna og konungssinna meðal landnemanna).
Winston-Salem
(mesta iðnaðarborg Karólínafylkjanna; tóbak: Camel, Winston, Salem;
vefnaður; brugghús). |