Wilmington er aðalborgin
í New Hanover-sýslu í Norður-Karólíun. Hún er hafnarborg fyrir hafskip við Cape Fear-ána, skammt
frá ósum hennar við Atlantshafið.
Byggð hófst á þessu svæði í kringum 1732 og borgarréttindi
fengust árið 1866. Wilmington
er aðalhafnarborg fylkisins og miðstöð mikill a flutnigna og
dreifingar og ferðamannastaður. Iðnaðurinn
framleiðir m.a. vefnaðarvörur, fatnað, tækjabúnað fyrir
kjarnorkuver og ljósleiðara. Þarna er einnig kvikmyndaver.
Meðal áhugaverðra staða eru Burgwin-Wright-húsið, sem var höfuðstöðvar
brezka hershöfðingjans Charles Cornwallis (1781) í frelsisstríðinu,
og herskipið USS North Carolina, sem þjónaði í síðari heimsstyrjöldinni
og liggur nú við festar á Cape Fear-ánni.
Nafnið fékk borgin frá brezka embættismanninum, Spencer
Compton, jarli af Wilmington. Í
borgarastríðinu var höfnin mikilvæg Suðurríkjamönnum og var opin
til ársins 1865. áætlaður
íbúafjöldi 1990 var tæplega 56 þúsund. |