Winston-Salem er miðstöð
heilbrigðisþjónustu, rannsóknastarfsemi og iðnaðar og velþekkt
fyrir mikla framleiðslu tóbaksvöru (vindlinga) auk vefnaðarvöru, húsgagna,
rafeinda- og lækningatæki og matvæli.
Þarna er Wake Forest-háskólinn (1834), Fylkisháskólinn
(1892), Salem-háskólinn (1772), Piedmont-biblíuháskólinn (1945),
Winston-Salem biblíuháskolinn (1950) og Listaskóli N.-Karólínu
(1963). Meðal áhugaverðra
staða er Bethabara sögusvæðið, þar sem stendur endurgerð fyrstu móravísku
byggðarinnar (1753). Þar
að auki eru nokkur söfn og synfóníuhljómsveit.
Móravískir landnemar
skipulögðu byggð í Salem árið 1766.
Nafnið er komið úr hebresku (shalom = friður). Winston var stofnuð í næsta nágrenni 1849 og nefnd eftir
Jósef Winston, majór og stríðshetju úr frelsisstríðinu. Borgirnar sameinuðust 1913.
Áætlaður íbúafjöldi 1990 var tæplega 144 þúsund. |