Washington Bandaríkin,
Flag of United States

OLYMPIC ÞJÓÐGARÐURINN

BELLEVUE OLYMPIA
SEATTLE
SPOKANE
TACOMA
Meira

WASHINGTON
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Washington er eitt Kyrrahafsfylkja BNA.  Norðan þess er Brezka-Kólumbía í Kanada, að austan er Idaho, að sunnan er Oregon og að vestan er Kyrrahafið.  Fjöldi sunda er milli norðvesturhlutans og eyja úti fyrir ströndinni, Juan de Fuca-sund, Haro-sund og Georgia-sund.  Norðar er Vancouver-eyja.  Puget-sund skerst djúpt inn í norðvesturströndina.  Columbia-áin myndar mestan hluta suðurmarka fylkisins.

Flatarmálið, 176.542 km², gerir WA að 20. stærsta ríki BNA.  Hæsta fjallið er Mt. Rainer, 4392 m hátt.  Íbúafjöldinn er u.þ.b. 4,2 milljónir, þar af 2% negrar og 14.000 indíánar á 18 verndarsvæðum.

Washington varð 42. fylki BNA 11. nóvember 1889.  Íbúarnir byggðu afkomu sína aðallega á landbúnaði og nýtingu skóga en skömmu fyrir aldamótin 2000 voru undirstöður efnahagsins orðnar mjög fjölbreytilegar.  Mikið er framleitt af eplum, hveiti og timbri, þótt iðnaðurinn hafi færzt upp í fyrsta sætið.  Ferðaþjónusta og aðrar þjónustugreinar eru einnig mikilvægar.  Ferðamenn koma til að njóta ægifagurrar náttúru.  Fylkið ber nafn fyrsta forseta BNA og er einnig kallað Sígræna fylkið eða Laxafylkið
(Chinook).  Aðalborgirnar eru Olympia (höfuðborgin), Seattle, Spokane, Tacoma, Bellevue og Everett.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM