Bellevue er útborg
Seattle í
King-sýslu, Vestur-Washington, milli stöðuvatnanna Washington og
Sammamish. Tvær flotbrýr
tengja Bellevue við Seattle yfir Washington-vatnið.
Borgin er miðstöð viðskipta, fjármála og
tryggingarstarfsemi. Helztu
framleiðsluvörur eru tölvur, hugbúnaður og margvíslegar vörur frá
léttum iðnaði. Ferðaþjónustan er mikilvæg tekjulind. Byggðin hófst 1891 og járnbrautin náði til hennar árið
1904. Hún fékk borgarréttindi
árið 1953. Nafnið kemur
úr frönsku og þýðir fagurt útsýni.
Samkvæmt manntali árið 1990 var fólk af asískum uppruna 9,9%
íbúanna, spænskum 2,5%, indíánar 0,4% og negrar 2,2%.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var tæplega 87 þúsund. |