Spokane Washington Bandaríkin,


SPOKANE
WASHINGTON

.

.

Utanríkisrnt.

Spokane er miðstöð viðskipta, flutninga, menningar og iðnaðar á stóru landbúnaðar-, námu- og skógarsvæði í Washington-fylki.  Vatnsorka er mikið nýtt til raforkuframleiðslu og helztu frameiðsluvörurnar eru ál, timburvörur, vélar, raf- og rafeindatæki, matvæli og plastvörur.  Herstöð flughersins er í nágrenninu.  Helztu menntastofnanirnar eru Gonzaga-háskóli (1887) og Whitworth-háskóli (1890) og symfóníuhljómsveit og ópera starfa í borginni.

Byggðin óx í kringum sögunarmyllu, sem var reist við fossana á staðnum 1871 og var þá kölluð Spokane-fossar til 1890, þegar nafnið var stytt (Spokan-indíánar).  Spokane lá vel við lagningu járnbrautarinnar um Klettafjöllin og eftir komu hennar óx vegur bæjarins.  Mestur hluti hans eyddist í eldi árið 1889 en endurbygging hófst strax.  Lokið var við byggingu stíflu og orkuvers við Grand Coulee 1942 og álverksmiðjur voru reistar í síðari heimsstyrjöldinni.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var rúmlega 177 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM