Tacoma Washington Bandaríkin,


TACOMA
WASHINGTON

.

.

Utanríkisrnt.

Tacoma er miðstöð þjónustu og iðnaðar í miðju timburframleiðsluhéraði.  Höfn borgarinnar við ósa Puyallup-árinnar við Upphafsfjörð (Commencement Bay) í Puget-sundi er orðin meðal stærstu hafna BNA.  Höfnin nýtist flutninga- og fiskiskipum og talsvert er um skipasmíðar.  Helztu frameleiðsluvörur borgarinar eru efnavörur, matvæli, pappír, timbur og málmar.  Norðan borgarinnar er Seattle-Tacoma-millilandaflugvöllurinn.  Tacoma er setur Puget Sound-háskólans (1888), Lúterska Kyrrahafsháskólans (1890) og Washington-Tacoma-háskólans (1990).  Þar eru einnig nokkur söfn, þ.á.m.

Fylkissögusafnið.  Talsverð umferð ferðamanna liggur um borgina á leið til þjóðgarðanna í nágrenninu og Rainier-fjalls.  Byggðin var skipulögð á þessu svæði árið 1868, þegar valinn var staður fyrir endastöð járnbrautarinnar 1873.  Nafnið kemur úr máli indíána sem heitið á Rainier-fjalli, sem blasir við úr borginni.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1990 var tæplega 177 þúsund.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM