Olympic þjóðgarðurinn í
vesturhluta Washington-fylkis var stofnaður 1938. Heildarflatarmál hans er 3,734 ferkílómetrar og hann nær
yfir mestan hluta Ólympíufjalla, þar sem eru heillegustu leifar
upprunalegs skóglendis í norðvesturhluta BNA.
Aðskilinn hluti hans nær yfir 90 km langa og klettótta
Kyrrahafsströndina. Ólympusfjall
(2424m) er hæsti tindur samnefnds fjallgarðs með sex jökulskellum í
hlíðum en alls finnast 60 smájöklar í þjóðgarðinum.
Meðalársúrkoma á þessu svæði er með því, sem mest
gerist í BNA. Í vesturdölunum,
þar sem úrkoman er u.þ.b. 3600 mm ári, eru regnskógarnir með risa
sitga-greni, þéttur botngróður og þykkt mosalag.
Þegar komið er í 450-900 m yfir sjó ber mikið á Doglas-furu,
óðjurt, sedrusviði, greni og furu.
Ofar tekur við graslendi. Dýralíf
í garðinum nær til dádýra (Roosevelt elk), svartdindils-dádýra,
fjallaljóna, svartbjarna og otra.
Við ströndina er fjöldi sela, sæljóna og fuglategunda.
Upprunalega var stofnaður þjóðgarður um Ólympusfjallið árið
1909. |