Nafn
fylkisins er úr indíánamáli og þýðir vinasamband og gælunöfn þess
eru „Coyote State” (Sléttúlfafylkið) og „Sunshine State” (Sólskinsfylkið).
Flatarmál þess er 199.467 km² (16. stærsta fylki BNA).
Íbúafjöldinn 1997 var u.þ.b. 700 þúsund (0,3% negrar).
Suður-Dakota varð 40. rylki BNA 1889.
Höfuðborgin er Pierre (smáborg) og meðal annarra borga eru
Sioux Falls og Rapid City, sem eru báðar verulega stærri en höfuðborgin.
Landbúnaður: Rúgur, hveiti, hafrar, maís og nautgripir.
Iðnaður: Mjólkurafurðir,
grafískur iðnaður o.fl.
Námuvinnsla
og skógarhögg.
Jarðaefni:
Gull í Black Hills (mesta vinnslan í BNA), beryllíum, silfur,
feldspat, uraníum og kol.
Ferðaþjónustan
er mikilvæg, einkum í Badlands, Black Hills og á verndarsvæðum
indíána.
Wind
Cave National Park.
Brookings er háskólabær, þar sem er mikilvæg
rannsóknarstofnun fyrir landbúnaðinn.
Huron er landbúnaðarbær í miðjum austurhluta fylkisins.
Við Memorial-garðinn er risastytta af fasana úr stáli og
trefjagleri (12m). Safn um villta vestrið.
Madison er fremur stórt þorp. Prairie
Village er eftirlíking af landnemaþorpi frá 1890 (u.þ.b. 30 hús og
eimlest) 3 km vestan þess.
Mission er smáþorp og verzlunarmiðstöð Rosebud Sioux-indíánaverndarsvæðisins.
Siouxsafnið er í trúboðsstöðinni St. Francis 35 km suðvestar. |