Pierre Suður Dakóta Bandaríkin,


PIERRE
SOUTH DAKOTA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Pierre, höfuðborg Suður-Dakota og Hughes-sýslu, er við Missouri-ána í miðju fylkinu.  Fyrir aldmótin 1800 stóð þarna höfuðstaður Arikara-indíánanna.  Borgin var stofnuð árið 1880 við vesturenda Chicago- og Norðvesturjárnbrautanna og gekk undir nafninu Mahto (Sioux = Björn) en var skírð eftir Pierre Chouteau, frönskum skinnakaupmanni, í desember sama ár.  Lega bæjarins við járnbrautina, námurnar, landbúnaðarsvæðið og þrjú verndarsvæði indíána í kring stuðluðu að vexti og viðgangi hans.  Árið 1889 varð Suður-Dakota að fylki í ríkjasambandinu og Pierre tók við hlutverki höfuðborgar til bráðabirgða.  Í kosningunum 1890 og 1904 var hún kosin varanleg höfuðborg fylkisins.

Þinghúsið (1905-10) stendur á 12 hektara svæði með yfirsýn yfir Missouri-ána.  Innan sömu lóðar er Stríðsminjabyggingin, sem hýsir Sögufélag fylkisins og safn þess (1930), bústaður fylkisstjórans, stjórnsýslubygging fylkisins (1951), bygging vegamálastjóra (1955) og tjörn (3 ha), sem fær vatn úr lindum (artesian).  Oahe-stíflan (1948-62), orkuver, flóðavarna- og áveitukerfi er 8 km norðan borgarinnar og þar myndaðist 320 km langt uppistöðulón meðfram Missouri-ánni.

Pierre-virkið handan árinnar var aðalmiðstöð skinnaverzlunar á árunum 1817-67.  Minnismerki þar markar staðinn, þar sem Louis og Fran­cois Vérendrye grófu blýplötu árið 1743 (fannst 1913) með áletrun um, að þetta landsvæði tilheyrði Frakklandi.  Pierre er viðskipta- og framleiðslumiðstöð stórs landbúnaðarhéraðs.  Uppistöðulónin, sem hafa myndast í nágrenni borgarinnar eru grundvöllur sívaxandi ferðaþjónustu á svæðinu.  Farm Island útivistar- og afþreyingarsvæðið er 6 km austan borgarinnar.  Áætlaður íbúafjöldi 1993 var 13.400 

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM