Hin
svonefnda Eyjaálfa að Ástralíu meðtalinni nær yfir 8.821.000 km²
þurrlendis.
Þetta nafn hefur mismunandi merkingar í hugum fólks.
Sumir láta það ná yfir allar eyjar Kyrrahafsins en aðrir nota
það í mismunandi þrengri merkingu.
Hvað
sem því líður hefur Eyjaálfu oft verið skipt í fjögur aðalsvæði,
Ástralasíu (Ástralía og Nýja-Sjáland), Melanesíu, Míkrónesíu og
Pólýnesíu. Fyrir u.þ.b.
33.000 árum bjó ekkert fólk þar, nema í Ástralasíu. Íbúafjöldi
Eyjaálfu að frátalinni Ástralíu var u.þ.b. 9,4 milljónir árið
1990 og 26,5 milljónir, sé Ástralía meðtalin.
.
|