Diego Garcia Bretland,
[Flag of the United Kingdom]

CHAGOSEYJAR     DIEGO GARCIA

DIEGO GARCIA
BRETLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

DIEGO GARCIA er kóralhringeyja og syðst eyja Cagos-eyjaklasans.  Heildarflatarmál hennar er 44 km².  Hún er 24 km langt rif og mesta þvermálið er 11½ km og lónið er opið til norðurs.  Portúgalar fundu eyjuna snemma á 16. öld og lengst af var henni stjórnað frá Máritíus.  Árið 1965 var hún sett undir stjórn nýstofnaðrar nýlendu, Brezka Indlandshafssvæðið.  Allt fram á áttunda áratuginn var eina afurð eyjanna kókoshnetukjarnar.  Þá voru verkamennirnir og fjölskyldur þeirra fluttar til Máritíus til að vinna við uppbyggingu fjarskiptamiðstöðvar samkvæmt samingi milli Breta og Bandaríkjamanna.  Þessar framkvæmdir ollu miklum mótmælum strandeyríkja í Indlandshafi, sem vildu halda þessu svæði óhervæddu.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM