MELVILLE-EYJA er í Tímorhafi í lögsögu Norðurhéraðsins, 26
km undan ströndinni við Clanence-sund.
Eyjan er þríhyrnd í lögun og 5700 ferkílómetrar.
Norðan hennar er Arafurahaf, Van Diemen-flói til suðausturs og
skammt er til Bathurst-eyjar vestan Apsley-sunds.
Landslagið er fremur tilbreytingarlaust og víða þakið mýrlendi
með fenjatrjám. Inni á
eyjunni er landslagið hæðótt og norðurströndin er mjög vogskorin.
Abel Tasman kom auga á eyjuna árið 1644 en Evrópumenn héldu
að hún væri hluti
meginlandsins þar til Phillip King rannsakaði hana nánar 1818. Hann
nefndi hana eftir fyrsta lávarðinum í flotaráðinu.
Árið 1824 kom James Bremer upp fanganýlendu við Dundas-virkið.
Þessi byggð var yfirgefin 1829.
Síðar var stofnuð þarna katólska trúboðsstöðin Garden
Point. Eftir 1978 hefur
Melville-eyja verið stjórnað af Landstjórn Tiwi-ættkvíslar innfæddra
og þaðan er flutt út timbur og perlur.
Áætlaður íbúafjöldi 1981 var 550 manns. |