Kerguelen Frakkland,
France Flag


KERGUELEN
FRAKKLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Kergueleneyjar er eldfjallaeyjaklasi u.þ.b. 300 eyja í Suður-Indlandshafi.  Heildarflatarmál hans er tæplega 7000 km².  Eina mikilvæga eyjan er Kerguelen, sem er bæði klettótt og hálend (Ross-fjall 1850m).  Hún er 163 km löng og 127 km breið og mjög vogskorin, þannig að enginn staður á henni er meira en 19 km frá sjó.  Fuglalíf er mikið, mörgæsir og aðrir sjófuglar aðallega.  Engin önnur dýr lifa á eyjunni.  Náttúruleg flóra eyjarinnar er ævagömul að uppruna og verður líklega helzt rakin til Suður-Ameríku fremur en til Afríku, þótt hún sé mun nær.

Landkönnuðir á eyjunum mátu kerguelen-kálið mikils, því það er ríkt af c-vítamíni og hjálpaði þeim að verjast skyrbjúgi.  Franski sæfarinn Yves Joseph de Kerguélen-Trémarec fann eyjuna 1772.  Brezki landkönnuðurinn og skipstjórinn, James Cook, kom þangað 1776 og skírði eyjuna Ömruey.  Frakkar slógu eign sinni á Kerguelen 1893 og komu þar upp frambúðarrannsóknarstöð og einu íbúarnir eru starfsmenn hennar.


.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM