Samóaeyjar Kyrrahaf,
Flag of United States

[ Samoa ]

Meira

SAMÓAEYJAR

Map of Samoa
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Samóaeyjar eru u.þ.b 2.900 km norðaustan Nýja-Sjálands í miðju Suður-Kyrrahafi.  Þessi eyjaklasi skiptist í tvö stjórnsvæði, Vestur-Samóa og Bandarísku-Samóa.  Vestur-Samóa er sjálfstætt ríki, sem var undir vernd Sameinuðu þjóðanna og stjórn Nýja-Sjálands fram til 1962.  Höfuðborg þess er Apía.  Bandarísku-Samóaeyjar urðu bandarískt yfirráðasvæði árið 1904, en Bandaríkjaþing samþykkti ekki yfirráðin fyrr en árið 1929.
Heildarflatarmál Vestur-Samóaeyja er 2.831 km².  Byggðar eyjar eru: Opolu, Savai'i, Apolima og Manomo.  Fimm eyjar eru óbyggðar.  Höfuðborgin er Apia á Opolu.

Bandarísku-Samóaeyjar ná yfir miklu minna svæði (199 km²).  Þær eru austureyjarnar Tutuila, Aunuu og Rósaeyjar.  Swainseyja, kórlarif, sem er 450 km  norðan Tutuila og tilheyrir ekki eyjaklasanum er ásamt þremur af eyjum Manuaeyjaklasans (Tau, Olosega og Ofu) líka undir bandarískri stjórn.  Höfuðborgin er Pago Pago á Tutuila, stærstu eyjunni.

Aðrar eyjar en kóralrifin urðu til við eldgos, þannig að þær eru byggðar upp af hraunum og kalki (kóralrifin).  Umhverfis þær eru grynningar og lón inni í U-laga eyjunum.  Fjölbreyttur gróður vex í frjósömum jarðvegi þeirra og matjurtir eru ræktaðar á byggðum svæðum.  Úrkoman er að meðaltali 2540 mm með ströndum fram en 7620 mm inni í landi.

Meðal dýra á eyjunum eru rúmlega 50 teg. fugla, leðurblakna (þ.á.m. flugrefurinn), eðlna, óeitraðra snáka, margfætlna, sporðdreka, köngullóa og fjöldi skordýrategunda.  Nautgripir og svín voru flutt til eyjanna til ræktunar.  Rottur hafa því miður líka slæðzt með og eru miklir skaðvaldar.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM