Íbúarnir eru af
austurpólínesískum stofni. Tungumál
þeirra, sem er talið vera elzta pólínesíska málið er skylt maorísku,
hawaísku, tahitísku og tongantungumálunum.
Ástónesíska eða malæ-pólínesíska er töluð frá
Madagaskar til Hawaí. Helzta útgáfa hennar er malæíska, sem er aðaltunga malæja
og indónesa í svolítið breyttu formi.
Tagalog, visæjan og ílókanó, sem eru töluð í Indónesíu,
eru líka af malæískum stofni, einnig malagasí, sem er töluð á
Madagaskar. Maóríska, sem
er töluð á Nýja-Sjálandi, er af sama stofni og mörg skyld mál eru
töluð á Suðurhafseyjum, þ.á.m. fidííska, samóska, tatútíska
og hawaíska. Enska er
almennt töluð á Bandarísku-Samóaeyjum.
Erlend áhrif hafa
breytt hefðbundnu lífsmunstri og stjórnsýslu í samfélögum
eyjanna, en lögð hefur verið áherzla á varðveizlu gamalla hefða,
einkum meðal Vestur-Samóa. Þorpunum,
sem eru tengd skyldleikaböndum, er stjórnað af höfðingjum og þorpsráðum.
Helztu atvinnuvegir
Bandarísku-Samóaeyja eru niðursuða túnfisks, ferðaþjónusta og
opinber þjónusta. Landbúnaður
er lítið stundaður, nema ræktun kókoshnetna til kópraframleiðslu
(þurrkaðir kókoskjarnar). Mesturhluti
matvælaframleiðslunnar er til eigin nota.
Á Vestur-Samóaeyjum
eru fiskveiðar og skógarhögg aðalatvinnuvegirnir.
Þar eru líka ræktaðar kókoshnetur, bananar og kakó til útflutnings.
Ferðaþjónustu fór að vaxa fiskur um hrygg eftir 1970.
Stjórn
Bandarísku-Samóaeyja
líkist því, sem gerist í ríkjum BNA.
Kjörnir ríkisstjórar hafa verið æðstu embættismenn þar síðan
1978. Þingið er kallað
Fono og þar eru öldunga- og fulltrúa-deildir.
Vestur-Samóaeyjar hafa þingbundna stjórn, þar sem forsætisráðherra
skipar æðstu stöðu. Íbúaföldi
V.-Samóaeyja var áætluð 164.000 árið 1989 og 38.200 á Bandarísku-Samóaeyjum. |