Austur-Tímor
heitir Timor Lorosa’e á máli innfæddra.
Flatarmálið er 153.870 km². Íbúarnir, 750.000 árið
2002, eru malæjar og papúar (33% tetum, 12% mambai, 8% kemak,
10% makasai, 8% galoli og 8% tokodede).
Tungumálin, sem töluð eru í landinu, eru portúgalska, tetum og bahasa-indónesíska.
Rúmlega 91% íbúanna eru rómversk-katólskir, 2,6% mótmælendur, 1,7% múslimar, 0,3% hindu og 0,1%
búddatrúar.
Helztu
framleiðsluvörur landsins eru kaffi, olía, gas, timbur,
fiskafurðir, krydd og kakó og helztu
viðskiptalöndin eru Ástralía og
Portúgal.
Árið 2002 varð Austur-Tímor nýjasta, sjálfstæða ríki heims (20. maí).
Fyrstu
forsetakosningar landsins voru haldnar í apríl og sjálfstæðishetjan
Xanana Gusmao sigraði með yfirburðum.
Þátttaka í þessum kosningum var áætluð 86%.
Ferðamenn
í landinu komast ekki hjá því að
upplifa
það sem stríðshrjáð en
samt mjög fallegt. Þrátt
fyrir allar hörmungar stríðsins og
eyðilegginguna í þessari fyrrum
portúgölsku nýlendu, eru þar fagrar og góðar baðstrendur,
nýlendubæir,
falleg fjalllendi
og iðjagrænt umhverfi.
Gömul portúgölsk virki eru á víð og dreif og
víða eru byggðir
uppi í fjöllum, sem portúgalar komu sér upp til að sleppa af og til
úr hitamollunni
á láglendinu. |