Austur Timor meira,

SAGAN      

AUSTUR-TIMOR
MEIRA

Map of East Timor
.

.

Utanríkisrnt.

 

Skortur á þjónustu, ferðamannastöðum og hernaðarbrölt í landamærahéruðunum kemur enn þá í veg fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu og annarrar starfsemi í landinu. Þótt ástandið hafi batnað, hafa ítrekað orðið blóðug átök í vesturhluta landsins.  Ferðamenn ættu að halda sig í hæfilegri fjarlægð frá þessum slóðum og fólki er ráðið frá ferðalögum landleiðina milli Austur- og Vestur-Tímor. Dili og svæðin austar eru tiltölulega örugg, þótt glæpagengi vaði stundum uppi og þjófnaðir séu algengir í höfuðborginni.  Innfæddir líta á útlendinga sem ríkt fólk og þeir eru því líkleg fórnarlömb glæpamanna.  Öruggast er að vera aðeins á ferli, þar sem er öryggisgæzla, læsa herbergjum á gististöðum og skilja skartgripi eftir heima.  Útvarpsstöðin UNTAET útvarpar viðvörunum, þegar ástæða er til.  Ferðamenn ættu að hafa reglulega samband við ræðismenn landa sinna og hlíta viðvörunum.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM