Gömlu fjallabæirnir
Maubisse og Ermera eru tilvaldir til dagsferða frá Dili til að sleppa
úr hitasvækjunni á ströndinni og njóta svalans uppi í fjöllum.
Kaffiekrurnar á þessu svæði sluppu margar óskemmdar frá átökunum
1999 og fyrrum sumarbústaður ríkisins var opnaður sem hótel.
Fjallasýnin á þessum slóðum er frábær en báðir þessir bæir
urðu illa úti í stríðinu. |