Þessi einangraði og
afskekkti landshluti, sem er einnig kallaður Ambeno, er hluti af
Austur-Timor en landfræðilega hluti Vestur-Timor.
Eyðileggingin þar var næstum algjör í stríðinu 1999.
Íbúarnir dreifðust vítt og breitt um héraðið, þegar þeir
flýðu í dauðans ofboði, og var komið fyrir í búðum hjálparstofnana.
Oecussi (Pantemakassar) var fyrsta varanlega byggð Portúgala á
Timor og er sögulega mikilvægur hluti Austur-Timor.
Bærinn er á á ströndinni neðan hæðanna innar í landinu. Fyrir ströndinni er kóralrif, sem er eftirsóttur köfunarstaður.
Virkið Fatusuba er á hæð 1½ km sunnan bæjarins.
Það slapp óskemmt úr átökunum 1999.
Útsýnið þaðan er óborganlegt, einkum um sólarlag.
Þar er líka Helgi- og trúarhátíðastaður innfæddra.
Lifau, upprunaleg byggð Portúgala, er 5 km vestan bæjarins.
Þar er afbragðsbaðströnd og minnismerki um fyrstu komu Portúgala. |