Chiloé-eyja
er stærst eyja í Chiloé-héraði á Los Lagos-svæðinu í Suður-Síle.
Flatarmál hennar er 8394 km² og hún er hluti sokkins
strandfjallgarðs, sem er skilinn frá meginlandinu um Chacao-sundin.
Þarna er aragrúi eyja og eyjaklasa og næst Chiloé-eyju eru
Guaitecas-eyjar, sem liggja um Guafo-flóa þveran.
Handan Gorcovado-flóa, 48 km í austri, er Palena-héraðið og
Kyrrahafið í vestri. Á
þessu svæði er mjög úrkomusamt og inneyjan er þakin þéttum
barrskógi og lítt nýtt. Spánverjar
tóku eyjuna af indíánunum 1567 og réðu henni til 1826.
Þar var síðasta fótfesta konungssinna í sjálfstæðisstríðinu.
Flestir
íbúar héraðsins búa á eyjunni, einkum í Ancud og elztu borginni
og höfuðborg héraðsins, Castro, sem var stofnuð 1567.
Íbúarnir stunda landbúnað, kvikfjárrækt (sauðfé og
nautgripir), ræktun kartaflna og korns, fiskveiðar og skógarhögg.
Vegir liggja milli Ancud og Castro, sem eru báðar hafnarborgir.
Áætlaður íbúafjöldi árið 1982 var tæplega 70 þúsund.
Mynd: Castro City. |