Tævan,
Flag of Taiwan

MONSÚN
MISSERISVINDAR

HUALIEN
KAOHSIUNG
KEELUNG
TAICHUNG
TAIPEI
TAINAN
Meira

TAIWAN

Map of Taiwan
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Taiwan er undan austurströnd Austur-Asíu.  Norðan hennar er Austur-Kínahaf en sunnan hennar er Suður-Kínahaf.  Næsta nágrannaríki er Kínverska Alþýðulýðveldið, handan Tævansunds.  Heildarflatarmál Taiwan er 35.966 km².  Kínversku þjóðernissinnarnir ráða yfir aðaleyjunni Taiwan, Pengueyjum (Pescadores), eyjaklösunum Quemoy og Matsu rétt undan ströndum meginlandsins, eyjunum Lu Tao (Orkídeueyju) og Lan Yu (Græneyju) auk nokkurra smáeyja.  Miðhluti Taiwan er fjalllendur, austurhlutinn brattur og vesturhlutinn stöllóttur. Lág strandlengja að vestanverðu, að hluta vaxinn fenjatrjáaskógi (mangrove). Allmargar ár falla um eyjuna.  Hún er við norðurmörk hitabeltisins og monsúnvindar hafa áhrif á loftslagið með miklum rigningum og fellibyljum.  Íbúarnir eru að mestu kínverjar (20% þeirra eru flóttamenn frá meginlandinu).  Frumbyggjarnir, Gaoschan, eru af malæísk-pólínesísku kyni.  Þar að auki eru nokkrir minnihlutahópar annarra þjóðerna.  Heildaríbúafjöldi er u.þ.b. 23 milljónir.  Íbúafjölgun er u.þ.b. 1,5% á ári.  Lífslíkur eru u.þ.b. 72 ár.  Ólæsi er u.þ.b. 11%.  Vinnuafl er u.þ.b. 8 milljónir.

Trúarbrögð
eru Búddatrú, Konfúsíustrú, taoismi, kristni, islam og andatrú.

Aðaltunga íbúanna er kínverska (mandarín). Enska er algeng. Tævan er sjálfstætt ríki.

Tschiang Kai-schek lýsti yfir stofnun Lýðveldisins Kína hinn 1. marz 1950.  Stjórnin byggir á þjóðþingi, sem skiptist í löggjafarþing og eftirlitsþing (krafa um viðurkenningu fyrir allt Kínaveldi).  Þing fyrir Taiwan og höfuðborgina Taipei.  Æðsti maður ríkisins er forsetinn og forsætisráðherra stýrir ríkisstjórninni. Landið skiptis í eitt borgríki (Taipei), sex borgarsýslur og 16 héruð (Hsien). Aðalborgir:
  Taipei  er höfuðborgin.  Aðrar stórborgir eru: Kaohsiung, Taichung, Tainan.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM