Kaohsiung Taiwan,
Flag of Taiwan


KAOHSIUNG
TAIWAN
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Kaohsiung (1,3 millj. íb.) er á Suðvesturströnd Taiwan.  Þar er stærsta höfn landsins og hún er höfuðborg samnefnds héraðs.  Þar er stærsta niðurrifsstöð skipa, næststærsti slippur landsins og fimmta stærsta gámastöðin.  Þarna er líka fjöldi iðnfyrirtækja, sem flytja út framleiðslu sína og þar er líka annar alþjóðaflugvöllur landsins.

Skoðunarvert:  Búddahof konunga fjallgarðanna þriggja, taóhofið 'Wen-Wu og Þriggjafönixahöllin, þar sem leikmenn spila tónlist.  Ofan af Shou-shan (Langlífisfjalli; Píslarvottahofið) er stórkostlegt útsýni.  Konfúsíushofið, sem lokið var 1976 og er hið nútímalegasta á Taiwan, Vor- og haustgarðskálarnir við flotastöðina Tsoying, Tígris- og drekapagódurnar og fallegar lótustjörnin eru athyglisverð.

Tíu km utan Kaohsiung er vatnasvæðið Cheng-Ching.  Þar er fjöldi áhugaverðra staða, s.s. hlykkjótt brú fyrir elskendur, þrír garðskálar, *Chung-Hsingpagódan (eitt þekktasta tákn Taiwan), tunglskálinn og orkideustígur.  Hjá pagódunni er golfklúbbur.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM