Hualien Taiwan,
Flag of Taiwan


HUALIEN
TAIWAN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Hualien (150þ. íb.) er höfuðborg samnefnds héraðs á miðri eyjunni austanverðri.  Miðfjallgarðurinn er höfuðprýði þessa svæðis og þarna búa u.þ.b. 80.000 frumbyggjar.  Borgin sjálf er miðstöð marmaraiðnaðarins á Taiwan og mikilvæg samgöngumiðstöð með nútímahöfn.

Í einni marmaraverksmiðjunni er hægt að fylgjast með vinnslu þessa myndbreytta kalksteins.

Nokkrum km sunnar er þjóðsöguþorpið Toulan, þar sem afkomendur Amiættkvíslarinnar sýna fólki menningu sína (dansa, söng og búninga).  Það er líka gaman að skoða 'Suðursjávargarðinn'.

Skoðunarferð frá Hualien meðfram Austurströndinni til fiskibæjarins Suao á Norðurströndinni er mjög hrífandi.  Á leiðinni eru margir þverbrattir sjávarklettar og annað fallegt í landslaginu.

Einn hápunkta heimsóknar til Taiwan er ferð frá Hualien til Tungshih um þjóðveg nr. 8 (Cross Island Highway), sem er 193 km langur og var lokið árið 1960.  Lagning þessarar mikilvægu samgönguæðar, sem liggur um stórkostlegt landsvæði (Regnbogi fjársjóðseyjunnar), kostaði 450 verkamenn lífið.

Vegurinn liggur um hið 19 km langa og stórkostlega *Tarokogljúfur, sem vatnið hefur sorfið út úr myndbreyttum kalklögum (m.a. marmara).  Við vegagerðina í gljúfrinu varð að grafa 38 göng.  Á leiðinni í gegnum það ætti fólk að líta á Marmarabrúna, Hof hins eilífa vors og stað, þar sem marmarahellur liggja í hrúgum eins og upphrúgaður skriðjökull.

Við efri enda gljúfursins er hinn friðsæli heilsubótarstaður Tienshiang (450 m; hótel, farfuglaheimili).  Þaðan er hægt að komast að hofi og pagódu um háa hengibrú.  Vestar, í Tayuling, er hliðarvegur, sem liggur að Hohuanshanfjöllum (fjallgöngur, skíðasvæði; hæst 3244 m) niður til Wushe og áfram að Sóltunglvatni'.  Hverabaðsbærinn Lushan er 6 km frá Wushe.

Norðaustan Tayuling er heilsubótarstaðurinn Lishan með stóru hóteli í klassískum, kíverskum hallarstíl.

Vegurinn liggur niður á við til vesturs, fram hjá uppistöðulónunum Techi og Kukuan, um stórar bananaekrur til Tungshih.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM