Tainan Taiwan,
Flag of Taiwan


TAINAN
TAIWAN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Tainan (600þ. íb.), borg hinna 100 hofa (209 núna), er elzta borg Taiwan.  Hún var höfuðborg eyjarinnar  frá 1684-1887.  Saga hennar er nátengd nafninu Cheng Cheng-kung (Koxinga), kínversku hetjunni, sem hrakti hollenzku nýlenduherrana á brott.

Skoðunarverðir staðir:  Cheng-Cheng-kung-hofið, kínverskar hofbyggingar með mynd af hetjunni í aðalsalnum.  Við hliðina á því er byggðasafn.  Skammt norðaustar er elzta Konfúsíusarhof landsins.  Hershöfðinginn Chen Yung-hua, fylgjandi Koxinga, lét byggja það á 17. öld.  Það var nýlega endurbyggt af mikilli natni.  Chihkan-turninn, aðeins norðar, var byggður árið 1875 á rústum hollenzka virkisins Providentia, sem hrundi í jarðskjálfta árið 1862.  Við virkismúr, gegnt innganginum, eru steinskjaldbökur og minnismerki með kínverskum táknum og myndletri.  Providentiavirkið var upprunalega tengt Zeelandiavirkinu við Anping með neðanjarðargöngum.  Múrar þess voru byggðir úr hollenzkum múrsteini og þar dó Koxinga árið 1662.

Í Kai-Yuan-hofinu, sem er einn elzti Búddahelgidómur eyjarinnar, er stytta af hinni þúsundarma gyðju miskunnar og skríni kvennanna fimm (þær frömdu sjálfsmorð, þegar síðasta  Mingvirkið féll í hendur Qingættarinnar árið 1683).

Hverasvæðið og heilsubótarstaðurinn Kuantzeling í næsta nágrenni Tainan er heimsóknar virði.  Þar byggðu Frakkar virkin Yi Tsai og Lu Erh Men og þar lenti Koxinga árið 1661.

U.þ.b. 30 km norðaustan Tainan er Kórallavatn (Wushantou-lónið) með rúmlega 100 litlum eyjum og skerjum.  Umhverfis vatnið eru margir heilsubótarstaðir og boðið er upp á bátsferðir um það.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM