Nafnið Taiwan
þýðir „stöllótt strönd”.
Fyrrum hét eyjan Formósa.
Landfræðileg lega hennar er
á milli 21°45' og 25°38'N og 120°1' og 122°6'A báðum megin
hvarfbaugs krabbans. Milli
hennar og meginlandsins er hið 160 km breiða Formósusund
(Taiwansund). Hún er aðaleyjan
í Lýðveldinu Kína (Ta Chung-Hwa Min-Kuo).
Aðrar eyjar lýðveldisins eru: Penghueyjar (Pescadores; 127 km²)
í Formósusundi, báðar litlu eyjarnar suðaustan Taiwan, Lu Tao og
Lan yu, og eyjaklasarnir skammt frá ströndum Meginlandskína, Quemoy
(Jinmen; 175 km²) og Matsu (Lienkiang; 29 km²).
Fjallaeyjan Taiwan er rúmlega 36.000 km² (líkt og Baden-Württemberg
í Þýzkalandi). Hún er sæbrött
nyrzt við Austur-Kínahaf og syðst við Suður-Kínahaf.
Vegalendin frá norðri til suðurs er u.þ.b. 400 km en frá
austri til vesturs 140 km.
Landslagsdrættirnir
einkennast helzt af þremur samhliða fjallgörðum (víða miklu hærri
en 2500 m) frá norðri til suðurs.
Hæsta fjall eyjarinnar, Yu-shan (Mount Morrison; 3997 m) er hér
um bil á hvarfbaugnum. Þessi
fellingafjöll eru tiltölulega ung á jarðfræðilegan mælikvarða.
Taiwan er nákvæmlega miðsvæðis milli boga indónesíska
eyjaklasans og hins japanska (Ryukyueyjar).
Stöðugir jarðskjálftar (rúmlega 150 á ári) sanna, að
fellingahreyfingar jarðskorpunnar eru enn við lýði.
Fjallgarðarnir á Taiwan eru líka vatnaskil hinna stuttu
vatnsfalla, sem streyma að mestu til austurs og vesturs.
Brött Austurströndin er víða og hefur verið erfið yfirferðar.
Stöllótt Vesturströndin er láglend á 40 km breiðu belti, þar
sem þéttbýlast er og mest er um landbúnað
Misrakt
jaðarhitabeltisloftslag
ríkir og ræður lífsmunstri íbúanna.
Júlí er heitasti mánuðurinn með rúmlega 28°C meðalhita.
Febrúar er kaldastur en þá fer meðalhiti oft undir 15°C.
Meðalárshiti norðantil er 21°C en 25°C sunnantil.
Suðvestanmonsúninn veldur hinni miklu úrkomu.
Hámarksúrkoma fer langt yfir 300 mm á mánuði í júní og júlí.
Loftraki á sumrin er nálægt 80% en síðla hausts og á
veturna er loftið þurrt, einkum suðvestanlands.
Fellibyljir eru tíðir, einkum frá júlí til september.
Gróðurinn
er í samræmi við loftslagið. Honum
er skipt í fjóra flokka eftir hæð yfir sjó.
Neðst er svæði með sígrænum lárviðarskógum. þvínæst
kemur belti, sem nær upp að 2600 m mörkunum, með fjölbreyttum, blönduðum
skógi. Ofar taka við
barrskógar og efst (ofar 3600 m) vex gras og mosar.
Tveir þriðju hlutar eyjarinnar eru skógi vaxnir.
Fjórðungur er ræktað land (einkum vestantil; áveitur sums
staðar), þar sem ber mest á ræktun hrísgrjóna, sykurreyrs og tes.
Dýralíf.
Eyjan hefur lengi verið byggð og ræktuð, þannig að dýraríkið
hefur látið verulega á sjá. Á afskekktustu skógarsvæðum fjallanna eru villt dýr,
s.s. villisvín, hirtir, villikettir og apar (makakar). Einnig er víða gífurlegur fjöldi fiðrildategunda.
Íbúafjöldinn,
u.þ.b. 22 milljónir, gerir það að verkum að víða er þröngt um
fólk. Fjölgun íbúa
hefur verið mikil síðan 1949, þegar hundruð þúsunda flóttamanna
kom frá kínverska meginlandinu og fæðingum fjölgaði samtímis.
Eitthvað hefur dregið úr fjölguninni síðan.
Augljósasta dæmið um þessa fjölgun er að finna í tölfræðilegum
upplýsingum frá Taipei. Skömmu
eftir síðari heimsstyrjöldina bjuggu þar 400.000 manns. Íbúafjöldinn þar sexfaldaðist þar til 1982.
Trúarbrögð.
Búddatrú og Konfúsíustrú eru aðaltrúarbrögð íbúanna.
Þar að auki játa 3% þeirra kristna trú.
Menntakerfið
er veluppbyggt. Síðan
1968 hefur verið níu ára skólaskylda og börn hefja skólagöngu við
sex ára aldur. Ólæsi
minnkaði um helming á árunum 1970-1981, þannig að innan við 11% íbúanna
eru enn þá ólæs.
Atvinnulíf
Landbúnaður:
Hrísgrjón, sykurreyr, te, kartöflur.
Jarðefni:
Steinkol, jarðolía, jarðgas, gull.
Iðnaður: Vefnaðarvörur, elektrónísk tæki.
Innflutningur:
Jarðolía, efnavörur, vélar, farartæki.
Útflutningur:
Vefnaðarvörur, iðnaðarvörur, te.
Brúttóþjóðarframleiðsla (1987) 58 milljarðar US$. |