Taiwan sagan,
Flag of Taiwan


TAIWAN
SAGAN
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Upprunalega settust ástranesar að á Taiwan.  Þeir komu langt fyrir okkar tímatal og ruddu malaísku íbúunum úr vegi.  Kínverjar komu fyrst frá meginlandinu á 7. öld.

Árið 1206 varð Taiwan að áhrifasvæði Kína.  Portúgalar komu á 16. og 17. öld og nefndu eyjuna 'Ilha Formosa' (Fagurey).  Samtímis komu Spán-verjar, Frakkar og Hollendingar, sem reistu virki, þar sem er nú Tainanborg.  Skömmu síðar stofnuðu Spánverjar til byggðar á norðurhlutanum.  Á síðari hluta 17. aldar gátu kínverjarnir, sem tókst að verjast ásókn Mandschu undir forustu Cheng Chen-kung (Koxinga), snúið sér gegn evrópsku nýlenduherrunum.  Árið 1684 var Taiwan gerð að hluta kínverska strandhéraðsins Fukien.  Frakkar lögðu norðurhluta eyjarinnar og Pescadores-eyjar undir sig um skamman tíma árið 1884.  Árið 1887 varð Taiwan að kínversku héraði.

Í kjölfar kínversk-japanska stríðsins (1894/95) og friðarsamningana í Shimonoseki varð Taiwan að japönsku yfirráðasvæði.  Íbúarnir voru ósáttir við þessi málalok og lýstu yfir stofnun Lýðveldisins Kína (hinu fyrsta í Asíu).  Japanar brugðust hart við.  Árið 1945 fengu kínverjar aftur yfirráðin.  Árið 1949 sigruðu kommúnistar Kuomintangstjórn Tschiang Kai-scheks, sem flúði til Taiwan.  Ári síðar var lýsti yfir stofnun Lýðveldisins Kína í annað sinn á Taiwan.  Lýðveldiskínverjum tókst að halda yfirráðum sínum í hinu nýja lýðveldi með stuðningi Bandaríkjamanna.

Kínverska Alþýðulýðveldið hefur aldrei viðurkennt sjálfstæði Taiwan og marglýst því yfir, að allar eyjarnar, sem nefndar eru Lýðveldið Kína, séu órjúfanlegur hluti Kínaveldis.  Eftir að Sameinuðu þjóðirnar útilokuðu Lýðveldið Kína (Taiwan) og viðurkenndu fullgilda aðild Alþýðulýðveldisins Kína árið 1971, dró mjög úr stjórnmálalegum áhrifum Taiwan á alþjóðavettvangi.  Nú viðurkenna 23 þjóðir Taiwan sem sjálfstætt ríki með stjórnmálasambandi við hana.  Samt er enn þá í fullu gildi yfirlýst krafa Taiwanstjórnar um full og alger yfirráð yfir öllu Kínaveldi.  Taiwanstjórn hefur stöðugt 500.000 manna herlið á eyjunum Quemoy og Matsu skammt undan ströndum Meginlandskína.

Eftir stutta millibilsstjórn til 1978 varð sonur Tschiang Kai-sceks, Tschiang Tsching-kuo, forseti Taiwan.  Hann varð fyrir verulegu áfalli í utanríkismálum árið 1979, þegar Bandaríkjamenn opinberum samskiptum við Taiwan og sögðu upp varnarsamningnum frá 1954.  Eftir að hann var endurkosin árið 1984 hefur hann fylgt hófsamri stefnu í utanríkismálum og einbeitt sér að viðskiptum við útlönd með góðum árangri.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM