Markgreifaeyjar Franska Pólýnesía,
France Flag


MARKGREIFAEYJAR
FRANSKA-PÓLÝNESÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Markgreifaeyjar eru eyjaklasi í Frönsku-Pólýnesíu (utanlandshérað Frakklands) í Suður-Kyrrahafi.  Eyjarnar tíu mynduðust í jarðeldum og ná yfir 1.274 ferkílómetra svæði.  Þær eru fjöllóttar og frjósamar og þar liggur franski listmálarinn Paul Gauguin grafinn.  Eyjaskeggjar rækta brauðaldin, kókoshnetur og tóbak.  Stærsta eyjan er Hivaoa og á næststærstu eyjunni, Nukuhiva er höfuðborgin Hakapehi.  Áætlaður heildarfjöldi íbúa árið 1988 var 7.600.  Frakkar innlimuðu eyjarnar árið 1842.
Mynd:  Gröf Paul Gaugin á Hiva Oa.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM