Howland eyja BNA USA,
Flag of United States


HOWLANDEYJA
BNA

Map of Howland Island
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Howland-eyja er yfirráðasvæði BNA í Suðvestur-Kyrrahafi, 2650 km suðvestan Honolulu.  Þessi kóralhringeyja rís aðeins 6 m úr hafi, 2,4 km löng og 0,8 km breið.  Heildarflatarmál hennar er tæplega 1,6 km².  Miðlægð hennar var fyrrum lón.  Bandarískir hvalveiðimenn sáu eyjuna og hún var nefnd eftir einum þeirra 1842 og Bandaríkjamenn slógu eign sinni á hana 1857 ásamt Bakereyju í samræmi við gúanólögin frá 1856.  Hawaiibúar settust að á Howlandeyju 1935 og voru undir stjórn innanríkisráðuneytis BNA eftir 1936.  Eyjan þjónaði sem millilendingastaður fyrir flugvélar á leiðinni frá Hawaii til Ástralíu.  Hinn 2. júlí 1937 hvarf hin kunna flugkona, Amelia earhart og siglingafræðingur hennar, Fredrick J. Joonan, í grennd við Howlandeyju eftir að hafa lent hjá Lae á Papúa Nýju-Gíneu.  Nú er engin föst búseta á Howlandeyju.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM