WALLIS- og FUTUNAEYJAR
eru erlent
yfirráðasvæði Frakka í Suðvestur-Kyrrahafi. Það nær yfir tvo eyjaklasa eldfjallaeyja, sem eru 200 km
hvor frá öðrum og heildarflatarmál þeirra er 200 km².
Wallis-eyjaklasinn nær yfir aðaleyjuna og u.þ.b. 20 smáeyjar
og hólma. Aðaleyjan,
Wallis (Uvea), er hæðótt og víða eru gígvötn umkringd hömrum.
Futuna-eyjaklasinn nær yfir tvær fjöllóttar Eyjar, futuna (Hooru)
og Alofi. Futuna rís bratt
upp frá mjórri strandlengju í allt að 875 m hæð yfir sjó.
Fyrir strönd Alofi eru breið rif og hæst rís hún í 401
m.y.s. Hitabeltisloftslag ríkir
á eyjunum en vindar af hafi draga úr hitanum.
Veðrið er svalt og þurrt frá október til apríl (20°C-25°C). Árstíð fellibylja og mikillar úrkomu hefst í apríl.
Höfuðborg eyjanna er Mata Utu á Wallis-eyju.
Árið 1988 bjuggu tæplega 14 þúsund manns á eyjunum.
Einu villtu dýrin á
eyjunum eru snákar, eðlur og dúfur en Frakkar fluttu þangað
nautgripi, sauðfé og geitur. Á
ströndinni eru ræktaðir kókospálmar, brauðaldin-, mangó- og
appelsínutré og fjallahlíðar eru vaxnar þéttum skógi.
Umboðsmaður er skipaður til fimm ára í senn til að stjórna
eyjunum með stuðningi 20 þingmanna, sem eru kosnir í almennum
kosningum. Íbúarnir
njóta sömu réttinda og franskir ríkisborgarar og eiga einn
fulltrúa í öldungadeild og fulltrúadeild franska þingsins.
Futuna og Alofi fundust árið 1617, þegar hollenzkir sæfarar
voru þarna á ferðinni. Wallis fannst öld síðar, þegar brezki landkönnuðurinn
Samuel Wallis kom þangað. Katólska
kirkjan í Frakklandi sendi trúboða til eyjanna 1837 og innfæddir snérust
til kristinnar truer. Árið
1887 urðu eyjarnar franskt verndarsvæði að beiðni höfðingja (konunga)
eyjanna. Í almennum kosningum 1959 völdu íbúarnir með miklum
meirihluta að verða franskir ríkisborgarar og eyjarnar fengju stöðu
sem erlent yfirráðasvæði Frakka.
Þessi niðurstaða gekk í gildi tveimur árum síðar. |