Ástraleyjar, einnig þekktar sem Tupaï-eyjar, eru syðsti
eyjaklasi í Suður-Frönsku Pólýnesíu (utanlandshérað í
Frakklandi) í Suður-Kyrrahafi. Eyjarnar, sem mynduðust í
eldgosum, ná yfir 1300 km langt svæði. Hin stærsta er
Tubuai. Hún er fjöllótt og höfuðborgin er Mataura.
Heildaríbúafjöldi eyjaklasans árið 1988 var 6.509. Meðal
helztu eyjanna eru Rimatara, Rurutu, Raivaevae og Rapa.
Brezki landkönnuðurinn og sæfarinn James Cook kom auga á
Rimatara og Rurutu árið 1769 og Raivaevae og Tubuai árið
1777. Eyjarnar komust undir franska stjórn á árabilinu 1850
til 1889. |