Tahiti Frakkland Kyrrahaf,
[French Polynesia (France)]

France Flag

Meira . . Tapeete ráðhús

TAHITI
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Tahiti er í miðju Suður-Kyrrahafi, suðaustur af Hawaí.  Hitabeltisaðstæður eyjarinnar, loftslag, landslag og gróður, hafa laðað til sín listamenn, rithöfunda og aðra, sem leituðu frjáls lífs.  Frægastur slíkra gesta var listmálarinn Paul Gauguin, sem málaði margar myndir af íbúunum.  Bandarísku rithöfundarnir James Norman Hall og Charles Nordhoff skrifuðu nokkur ævintýra sinna á Tahiti.

Tahiti er stærst hinna svonefndu Félagseyja, sem er hluti Frönsku-Pólýnesíu.  Stærsta borgin, sem er jafnframt höfuðborg Frönsku-Pólinesíu, er Papeete með 23.555 íbúa samkvæmt áætlun frá 1988.  Höfn borgarinnar er mjög góð og hefur því dregið að sér fjölda siglandi ferðamanna og er líka mikilvæg umskipunarhöfn.  Þar er flugvöllurinn Faaa.

Uppistaða eyjarinnar er tvö keilulaga eldfjöll, sem eru tengd með eiðinu Taravao.  Landið er hrjúft og fjöllótt nema með ströndum fram, þar sem eru frjósöm láglendissvæði.  Umhverfis eyjuna, sem er 53 km löng eru íbjúg kóralrif og lón.  Samuel Wallis, enskur skipstjóri, gerði tilkall til eyjarinnar fyrir hönd brezku krúnunnar og kortlagði hana árið1767.  James Cook, skipstjóri, kom líka til eyjarinnar árið 1769 og árið 1788 William Bligh, skipstjóri á Bounty.  Frakkar náðu yfirráðum á eyjunni árið 1842 og gerðu hana að nýlendu árið 1880.

Loftslag eyjarinnar hentar mjög vel til ræktunar kókospálma, sykurreyrs, vanillu og kaffis á strandsvæðunum.  Íbúafjöldinn var 131.309 samkvæmt manntali árið 1988.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM