Salómonseyjar Kyrrahaf,
[Solomon Islands]

MEIRA

SALÓMONSEYJAR

Map of Solomon Islands
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Salómonseyjar eru þingbundið konungsríki í Brezka samveldinu.  Eyjarnar eru 35 auk fjölda kóralhringeyja á 645.000 km² svæði í Suður-Kyrrahafi, austan Nýju-Gíneu.  Landið er hluti af Melanesíu og nær yfir flestar Salómonseyjar.  Aðaleyjarnar eru sex:  Guadalcanal, Malaita, Nýja-Georgía, San Cristoba (nú Makira), Santa Isabel og Choiseul.  Valla Lavella, Ontong Java (Lord Howe), Rennell, Bellona og Santa Cruz eru líka hluti ríkisins auk Florida- og Russell-eyja og Reef- og Duff-eyjaklasanna.  Heildarflatarmálið er 28.446 km² og höfuðborgin er Honiara á Guadacanal, stærstu eyjunni.

Stærstu eyjarnar eru fjöllóttar og skógi vaxnar eldfjallaeyjar.  Popomanaseu-fjall á Guadacanal er hæst (2331m).  Flestar ytri eyjarnar eru kóralhringeyjar á þróunarstigi.  Loftslagið er heitt og rakt og með monsúnúrkomu.  Íbúafjöldinn 1996 var u.þ.b. 413 þúsund (14 manns á hvern km²).  Lífslíkur karla eru 68 ár og kvenna 73 ár.  Honiara er aðalhafnarborg landsins.  Melanesar eru 94% íbúanna og lítill minnihluti er pólýnesar.  Opinbert tungumál er enska, þótt pidgin-mállýzkan sé mun útbreiddari en hreina tungan, og 80 önnur staðbundin tungumál eru líka notuð.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM