Verg
þjóðarframleiðsla á árunum 1992-94 var US$ 291 miljón (US$ 800.-
á mann). Gjaldmiðill
landsins er Salómoneyjadalur (100 sent).
Aðeins 1% landsins er ræktanlegur en landbúnaður, skógarhögg
og fiskveiðar eru aðalatvinnuvegirnir. Aðalframleiðsluvörurnar eru kókoskjarnar, kókosolía,
kakó og pálmakjarnar. Helztu
landbúnaðarafurðirnar eru kókoshnetur, kassava, kartöflur, taro, hrísgrjón,
ananas og bananar. Skógarhögg
og timburvinnsla eru mikilvægur atvinnuvegur en ofnýting skóga
landsins eru áhyggjuefni. Trochus-skeljar
eru mikið nýttar til hnappa- og skartgripagerðar.
Miklar birgðir báxíts og fosfats hafa fundizt í jörðu og lítið
eitt af gulli úr ánum á Guadalcanal er unnið.
Landinu er stjórnað samkvæmt stjórnarskránni frá 1978.
Fulltrúi brezku krúnunnar er landstjóri, sem verður að vera
ríkisborgari Salómonseyja. Þingið
starfar í einni deild (47).
Sagan.
Líklega voru Salómonseyjar byggðar fyrir 4000 árum
(Melanesar). Árið 1568
kom spænski sæfarinn Álvaro de Mendana de Neyra til eyjanna og gaf þeim
núverandi nafn. Louis
Antoine de Bougainville kannaði norðureyjarnar 1768.
Eyjan, sem var nefnd eftir honum tilheyrir nú Papúa Nýju-Gíneu. Árið 1885 náðu Þjóðverjar yfirráðum yfir norðureyjunum
en árið 1900 fengu Bretar yfirráðin yfir öllum eyjunum nema
Bougainville og Buka. Bretar
höfðu lýst eyjarnar verndarsvæði sitt árið 1893.
Í
upphafi síðari heimsstyrjaldarinnar lögðu Ástralar undir sig
restina af Þýzku-Salómonseyjum og árið 1919 fól Þjóðabandalagið
Áströlum stjórn þeirra. Japanar hernámu flestar eyjanna í síðari heimsstyrjöldinni
og miklar orrustur voru háðar á svæðinu, einkum á og umhverfis
Guadalcanal áður en Bandaríkjamönnum tókst að gjörsigra Japana og
reka hina síðustu brott 1945. Árið
1975 fengu Suður-Salómonseyjar og aðrar umhverfis sjálfstæði sem
hlutar Papúa Nýju-Gíneu. Brezku-Salómonseyjar
fengu sjálfstæði 7. júlí 1978.
Fyrsti forsætisráðherra eyjanna var Peter Kenilorae.
Eftirmaður hans var Solomon Mamaloni 1981. Francis Billy Hilly varð forsætisráðherra 1993 en næsta
ár tók Solomon Mamaloni við eftir miklar deilur um skógarhögg og
timburvinnslu. |