Gambiereyjar, einnig kallaðar Mangaéva-eyjar, eru
kóraleyjaklasi í Frönsku-Pólýnesíu. Þær eru suðvesturhluti
Tuamotu-eyjaklasans í Suður-Kyrrahafi. Stærsta eyja
Gambiereyja er Mangaréva og þar er höfuðborgin Rikitea.
Heildaríbúafjöldi árið 1988 var 582. Meðal annarra eyja eru
Akamaru, Aukéna og Taravai. Alls eru eyjarnar 16
ferkílómetrar að flatarmáli. Kókoskjarnar eru
aðalframleiðsluvaran. Bretar skoðuðu eyjarnar árið 1797 en
Frakkar tryggðu sér yfirráðin 1881. |