Franska Pólýnesía,
[French Polynesia (France)]

France Flag


FRANSKA PÓLÝNESÍA
FRAKKLAND


.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

FRANSKA PÓLÝNESÍA er erlent yfirráðasvæði Frakka.  Hún er samsafn nokkurra smárra eyjaklasa á stóru svæði í Suðaustur-Kyrrahafi.  Heildarflatarmál lands þeirra er 3521 km².  Eyjaklasarnir eru fimm talsins:  Félagseyjar (Áveðurseyjar og Hléeyjar), Tuamotu-eyjar, Gambier-eyjar, Australeyjar og Marquesaseyjar.  Clippertown-eyja er óbbyggð kóralhringeyja sunnan stranda Mexíkó, sem tilheyrir einnig þessu yfirráðasvæði.  Íbúar eyjanna eru að mestu Pólýnesar en einnig smáhópar Evrópumanna og kínverja.  Þeir voru tæplega 190 þúsund árið 1988.

Franska er opinber tunga landsmanna en yfirleitt eru ýmis pólýnesísk tungumál töluð.  Aðaleyjan er Tahiti og þar er aðalborgin Papeete, sem er höfuðborg yfirráðasvæðisins.  Aðalútflutningsvörurnar eru kókoskjarnar, vanilla og ræktaðar perlur.  Sjálfsþurftarbúskapurinn á eyjunum innifelur fiskveiðar og ræktun hitabeltisávaxta.  Ferðaþjónustan er í örum vexti og mikilvæg tekjulind.  Gjaldmiðill eyjanna er CFP-franki.  Frakkar lögðu eyjarnar undir sig á fimmta áratugi 19. aldar.  Árið 1958 voru haldnar kosningar um stöðu svæðisins innan franska stjórnsýslukerfisins.  Á þingi eyjanna situr 41 þingmaður.  Þingmenn eru kosnir í almennum kosningum og einn þingmaður frá eyjunum á sæti í hvorri deild franska þingsins.  Völd eyjaþingsins voru aukin 1977.
.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM