Tuamotu eyjaklasinn Franska Pólýnesía,
France Flag


TUAMOTU-EYJAKLASINN
FRANSKA-PÓLÝNESÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Tuamotu-eyjaklasinn, austan Tahiti í austanverðu Suður-Kyrrahafi, er hluti af Frönsku-Pólýnesíu.  Þetta eru u.þ.b. 80 kóralhringeyjar, sem teygjast í tveimur samhliða röðum heila 1.400 km.  Heildarflatarmál þeirra er u.þ.b. 775 ferkílómetrar. Aðaleyjarnar eru Rangiroa, Fakaraya, Hao, og Makemo.  Eyjaskeggjar flytja út fosfat, perlur og kókoskjarna.  Frakkar notuðu sjö eyjanna til tilrauna með kjarnorkuvopn.  Eyjarnar urðu franskt verndarsvæði 1844 og voru innlimaðar í nýlenduna 1880.  Franska-Pólýnesía varð utanlandshérað Frakklands 1958.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM