Bora Bora,,
France Flag


BORA-BORA
FRANSKA PÓLÝNESÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Bora-Bora er eldfjallaeyja í Frönsku-Pólýnesíu (utanlandshérað í Frakklandi) í Suður-Kyrrahafi.  Hún er ein hléeyjanna í Félagseyjaklasanum.  Hún er umkringd kóralrifjum og er 39 ferkílómetrar að flatarmáli.  Hæst rís hún á tindi Otemanufjalls (727m; Temanu).  Vaitape á vesturströndinni er eina þéttbýlið og íbúarnir, sem voru 4.225 árið 1988, lifa af ferðaþjónustu og framleiðslu kókoskjarna.  Bandaríkjamenn höfðu herstöð á eyjunni í síðari heimsstyrjöldinni.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM