Niue eyja Nýja Sjáland,
Flag of Niue

Flag of New Zealand


NIUE
NÝJA-SJÁLAND

Map of Niue
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

NIUE var sjálfstætt eyríki í frjálsum tengslum við Nýja-Sjáland.  Eyjan er vestust Cookeyja en er undir annarri stjórn.  Hún er 2156 km norðaustan Auckland og 385 km austan Vava’u á Tongaeyju í miðju Suður-Kyrrahafi.  Höfuðborgin er Alofi, flatarmálið er 260 km² og áætlaður íbúafjöldi 1994 var 2200.  Þessi kóraleyja er nokkurnvegin ávöl í laginu og Strandlengjan er 64 km löng.  Efri hluti eyjarinnar er slétta í 63 m hæð yfir sjó.  Neðri hlutinn, neðan brattra hlíða, er u.þ.b. hálfs kílómetra breiður stallur í 25-27 m hæð yfir sjó og með ströndum fram eru smáklettar.  Umhverfis eyjuna eru jaðarrif.  Meðalársúrkoman er 2000 mm og mest rignir frá desember til apríl.

Jarðvegur eyjanna er mjög gropinn og nauðsynlegt er að safna regnvatni af húsþökum til neyzlu.  Gróðurþekjan er fátækleg en sums staðar vaxa há banyan-tré og Tahitihnota auk kókos- og blæjupálmar og pandanu, runnar (hibiscus), burknar og jarðlægur gróður.

Langflestir íbúarnir eru pólýnesar, sem tala tungu, sem er kennd við eyjuna og er skyld tungum Tonga- og Samóamanna.  Enska er einnig töluð víða.  Íbúarnir eru flestir kristnir.  Þeir búa að mestu á frjósamri strandlengjunni, sem er mikið ræktunarsvæði.  Stærsta þéttbýlið er Alofi.

Efnahagurinn byggist aðallega á landbúnaði.  Fjórðungur eyjarinnar er ræktanlegur og spildurnar eru eign fjölskyldna.  Óheimilt er að selja útlendingum land.  Ræktun til útflutnings byggist á passion-avöxtum, kókoshnetum, „pawpaw” og lemónur.  Sjálfsþurftarbúskapurinn byggist á taro, kartöflum, banönum, sykurreyr, papæja, gvava og sítrusávöxtum.  Kvikfjárræktin byggist á svínum, hænsnum og nautgripum og veiðar til eigin þarfa.  Fimmtungur landsins er skógi vaxin.  Iðnaðurinn byggist á vinnslu söluafurða, s.s. lemónusafa, passion-ávaxta, kókoshnetukjarna, hunangs og leðurvöru og handverk er talsvert stundað.  Ferðaþjónusta er í þróun.  Alofi er aðalhafnarborgin og lítill flugvöllur er á eyjunni.  Aðalviðskiptaland Niue er Nýja-Sjáland, sem veitir eyjaskeggjum einnig fjárhagsaðstoð.

Stjórnarfar.  Samkvæmt stjórnarskránni frá 1974 hafa íbúarnir heimastjórn en eru nýsjálenzkir ríkisborgarar.  Þjóðhöfðingi Englands er konungur eða drottning eyjarinnar og 20 manna þing velur forsætisráðherra og þjóðin kýs þingið.  Forsætisráðherrann velur fjóra ráðherra.

Sagan.  Fornleifauppgröftur árið 1974 leiddi í ljós, að eyjan var Samóar byggðu í kringum aldamótin 900.  Sagan segir að herskáir Tongabúar hafi komið til Niue á 16. öld.  James Cook, skiptstjóri lenti á Niue árið 1774 og kallaði hana Villimannaeyju vegna fjandskapar eyjarskeggja.  Trúboðsfélag London sendi trúboða þangað eftir 1830 og í kringum 1852 voru allir íbúarnir orðnir kristnir.  Um aldamótin 1900 slógu Bretar eign sinni á hluta Samóaeyja.  Nýja-Sjáland fékk yfirráðin 1901 sem hluta Cookeyja en árið 1904 var eyjan aðskilin og fékk eiginn landstjóra og stjórnarráð.  Fyrsta þing var kosið 1960 og sex árum síðar fékk það aukin völd og framkvæmdavald.  Árið 1974 var kosið um nýja stjórnarskrá og samtímis um sjálfstjórn í tengslum við Nýja-Sjáland.  Nýsjálendingar samþykktu að standa undir vörnum og annast utanríkismál og áframhaldandi nýsjálenzkt ríkisfang íbúanna.

.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM