Kosrae
er eyríki í Bandaríkjum Míkrónesíu í Karólínueyjaklasanum í
Vestur-Kyrrahafi. Eyjan er
austust eyja í klasanum og hæðótt eldfjallaeyja í kringum 109 km²
að flatarmáli. Meðal þess,
sem eyjaskeggjar rækta eru taro, glóaldin, brauðávextir og bananar.
Eyjan var undir stjórn Japana frá lokum fyrri
heimsstyrjaldarinnar og rammlega varin í hinni síðari.
Bandaríkjamenn gerðu stórárásir á eyjuna og náðu henni
undir sig 1945, þegar Japanar gáfust upp. Árið 1947 urðu Karólínueyjar að bandarísku verndarsvæði
á vegum Sameinuðu þjóðanna og 1979 varð Kosrae hluti að Bandaríkjum
Míkrónesíu. Áætlaður
íbúafjöldi árið 1988 var 6500. |