Maldive eyjar,
Flag of Maldives

[Flag of the United Kingdom]

MONSÚN
MISSERISVINDAR

Meira

MALDÍVE EYJAR
DIVEHI  RAAJJE

Map of Maldives
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Heildarflatarmál eyjaklasans er 298 km².  Eyjarnar eru í Indlandshafi, suðvestur af suðurodda Indlands. Eyjarnar eru rúmlega 2000 talsins.  Þetta eru kóraleyjar (atoll) á flötum neðansjávarhrygg og u.þ.b. 200 þeirra eru byggðar.  Atoll eða kóraleyja er bogalöguð röð af eyjum umhverfis kringlótt lón.  Ytri hlið kóraleyjaboga er brött en flatlend að lóninu.  Stærsta bogaeyja Maldiveyja, og þar með heimsins alls, er Sundaviaeyja.  Eyjan Gan (brezk herstöð til 1976) er í Addueyjaboganum, syðsta hluta Maldíveyja.  Landfræðileg nöfn eyjaboganna og opinber nöfn þeirra eru oft mismunandi.

Loftslagið
: Misserisvindahitabeltisloftslag með mikilli úrkomu og hita.

Íbúarnir eru Maldívar, sem eru komMaldíveyjar eru sjálfstætt lýðveldi síðan 26. júlí 1965.  Stjórnarskráin er frá 11. nóvember 1968.  Löggjafarþingið starfar í einni deild.  Þjóðhöfðinginn er forseti, sem annast framkvæmdavaldið.  Maldíveyjar eru aðilar að eftirfarandi alþjóðastofnunum:  S.þ. og margra sérstofnana þeirra, Brezka samveldinu, SARC, Colomboáætluninni o.fl. Eyjunum er skipt í 19 stjórnsýslusvæði, sem eru skírð eftir maledívska stafrófinu.  Höfuðborgin er Male (45.000 íb.).

Landbúnaðarafurðir: Kókoshnetur, bananar, hirsi, maís, maniok, kartöflur, papæja.  Fiskveiðar.
Handverk og iðnaður:  Kókosmottur, kaðlar, lakkvörur, tréskurður.  Innflutningur:Hrísgrjón, grænmeti, neyzluvörur.  Útflutningur:  Fiskur, kókoskjarnar (kopra), kókostágar.
nir af singhalesum, malæjum og aröbum.  Heildaríbúafjöldi er u.þ.b.180.000 (604 íb. á km²).  Fjölgun íbúa er u.þ.b. 2,4% á ári.  Lífslíkur eru 50-60 ár.  Ólæsi er 90%.  Aðalatvinna íbúanna er ferðaþjónusta og fiskveiðar.

Trúarbrögð
: Islam (100%).

Tungumál: Maldívíska (divehi), singhalisísk mállýzka. Fjöldi innbyrðis mállýzkna og enska er notuð milli fólks, sem skilur ekki mállýzku hvers annars.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM