Maldiveyjar
('Blómakransinn' eða 'Þúsundeyjar') eru 500 km
suðvestan suðurodda Indlands í Indlandshafi.
Þær teygjast yfir 760 km langt svæði frá 07°09'N til 00°45'S
og frá 72°30 til 73°43'A, svæði, sem er allt að 130 km breitt.
Eyjarnar eru mjög fagrar, afskekktar og ósnortnar.
Eyjaríkið
nær yfir tvöfalda röð eyjaboga með rúmlega 2000 eyjum.
Orðið Atoll, eyjabogi, er líklega af maldívskum uppruna.
Þessar eyjar hvíla á eldvirku fjalllendi
neðansjávar, sem teygist 3000-4000 m upp af
sjávarbotninum að 70 m dýpi. Þær eru myndaðar af (og eru enn þá í sköpun) kóröllum á
þessari undirstöðu, sem er á stöðugri hreyfingu og sekkur æ dýpra,
þannig að eyjarnar ná varla að rísa hærra en 2-3 m yfir sjávarborðið.
Strendur eyjanna eru þaktar mjallhvítum kóralsandi.
Brimbrjótar úr kóralhlunkum hafa verið reistir til varnar
gegn sjávargangi.
Lónin eru ísölt og meðfram þeim eru tíðast mýrlendi.
Þvermál einstakra eyja er sjaldan meira en 2 km og engin þeirra
er meira en 13 km².
Maldíveyjum
er skipt í 19 eyjaklasa (stjórnsýslusvæði).
Nyrzt eru Haa-Alifu, Haa-Dhalu, Shaviyani og Noonu.
Sunnar eru Raa og Baa með aðal-eyjunni Goidhoo og austan hennar
er Laviyani.
Um miðbikið er Male (Kaafu).
Þar er höfuðborgin Male og alþjóðaflugvöllurinn er á
eyjunni Hulule.
Þessar tvær eyjar eru mikilvægastar fyrir viðskipti og ferðaþjónustu
Maldív-eyja.
Enn sunnar eru Alifu, Vaavu, Faafu, Meemu, Dhaalu, Thaa, Laamu,
Gaafu-Alifu (með eyjunni Giligili), Gaffu-Dhaalu og Gnyaviyani (með
eyjunni Fuamulaku).
Syðsta hlutann myndar Seenu (Addu).
Þar er eyjan Gan með hinni yfirgefnu brezku herstöð.
Á
Maldíveyjum er hitabeltisloftslag og misserisvindurinn ræður þar ríkjum.
Meðalhitinn er á milli 25°C og 30°C (sjávarhiti 28°C).
Vindur næðir stöðugt um eyjarnar og gerir lífið bærilegt,
þrátt fyrir mikinn loftraka (74-80%).
Frá maí til oktober veldur suðvesturmonsúninn mikilli úrkomu,
sem endurnýjar grunnvatn eyjanna en samt er óhjákvæmilegt að safna
vatni líka í geyma og tanka til að fullnægja þörfinni.
Meðalúrkoman er á milli 1500 og 2300 mm á ári.
Frá oktober til maíbyrjunar blæs norðaustan monsúninn þurru
lofti og sjaldan rignir þá (engin úrkoma í marz og apríl).
Flóra
Maldíveyja er fátæk af tegundum vegna þess hve kóraljarðveg-urinn
er ófrjósamur.
Kókospálmar og brauðaldintré eru mest áberandi.
Dýra-ríkið er jafnfátæklegt vegna legu og smæðar eyjanna.
Dýrin, sem ber oftast fyrir augu eru skjaldbökur og gecko-eðlur,
sem fólk líður í híbýlum sínum, af því að þær éta skordýr.
Hafið í kringum eyjarnar er hins vegar fjölskrúðugra af
tegundum.
Á ströndunum eru óteljandi krabbar og skeljar og óteljandi
tegundir litskrúðugra fiska synda í stórum torfum á landgrunninu.
Fyrrum voru kauri-skeljar frá Maldív-eyjum eftirsóttar og notaðar
sem gjaldmiðill í Asíu og Afríku.
Helztu matfiskarnir í hafinu umhverfis eyjarnar eru bonító, túnfiskur
og barrakúda.
Aðeins
202 hinna 2000 eyja eru byggðar u.þ.b. 180.000 manns.
Fólkið er afkomendur singhalesa, tamíla og annarra þjóðflokka,
sem komu upprunalega frá Indlandi og Ceylon, og arabískra og malæískra
kaupahéðna.
Ríkis-málið er divehi, sem er hvergi talað annars staðar en
á Maldív-eyjum.
Tungan er blanda singhalesísku, malæísku og arabísku og hefur
sitt eigið ritmál.
Arabar höfðu þau áhrif á íbúana, að þeir köstuðu búddatrúnni,
tóku upp islam og gerðust sunnítar.
Islam er ríkistrú.
Við siðaskiptin hvarf hin forna stéttaskipting og nú skipar fólk
sér í þjóðfélagshópa eftir menntun, atvinnu eða tengslum við aðalinn.
Menntakerfið
hefur verið í uppbyggingu og skólaskyldan hefst við fimm ára aldur
og endar við 15 ár.
Vegna skorts á kennurum og skólum hefur ekki verið hægt að
gefa öllum kost á skólagöngu fram til þessa (1987).
Aðalatvinnuvegur
eyjaskeggja er fiskveiðar, sem þeir stunda í opnum seglbátum (dhoni)
rétt undan ströndunum.
Mestur hluti aflans er þurrkaður og seldur til Sri Lanka
(Ceylon).
Japanar eru farnir að kaupa talsvert af ferskum fiski, sem þeir
flytja í kæliskipum.
Skilyrði
til landbúnaðar eru mjög slæm, því að kóraljarðvegurinn er mjög
fátækur af næringarefnum.
Aðalafurðirnar eru kókoshnetur, sem eru tíndar á óbyggðu
eyjunum.
Til heimabrúks er ræktað hirsi, maís, kartöflur, agúrkur og
hitabeltisávextir.
Hrísgrjón verður að flytja inn.
Geitur og hænsni eru ræktuð til kjötframleiðslu.
Eini
iðnaður
landsins er fólginn í einni niðursuðuverksmiðju.
Á
síðustu árum hefur ferðaþjónusta orðið að aðaltekjulind
eyjanna.
Orlofsþorp hafa verið byggð á áður óbyggðum eyjum, þar
sem engir aðrir inn-fæddir búa en þeir, sem þjóna ferðamönnunum.
Húsin í þessum þorpum eru byggð í stíl innfæddra, úr kóralsteinum
með þökum úr pálmablöðum eða sefi. |