male maldive eyjar,
Flag of Maldives

[Flag of the United Kingdom]


MALE
MALDIVE-EYJAR

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Male er eyja og höfuðborg lýðveldisins Maldives, sem dregur nafn sitt af henni.  Höll konunga eyjaklasans var á eyjunni.  Borgin var einnig kölluð Mahal.  Hún var innan borgarmúra og velvíggirt.  Konungshöllin (Gan'duvaru), borgarmúrarnir og víggirðingarnar voru jafnaðir við jörðu, þegar Ibrahim Nasir forseti lét endurskipuleggja hana eftir að konungsveldinu lauk.  Landfræðilega er Male á eyju í „Male' Atoll”.  „Kaafu Atoll” er ekki stjórnsýslueining.  Eina frakthöfn Maldive-eyja er í höfuðborginni og fjöldi stjórnarbygginginga er á ströndinni.  Alþjóðaflugvöllurinn er á Hullule-eyju.  Höfnin hefur verið stækkuð með landfyllingum.

Male-eyja er nánast fullbyggð og þar býr u.þ.b. þriðjungur eyjaskeggja.  Flestir landsmenn og erlendir verkamenn þurfa að dvelja þar um skemmri eða lengri tíma, því hún er aðalhlið landsins og stjórnsýslumiðstöð.  Borgin skiptist í fjögur hverfi, Henveiru, Galolhu, Maafannu og Macchagolhi.  Nærliggjandi eyja, Vilingili, fyrrum fanga- og ferðamannaeyja, er fimmta hverfið (Male'viligili).

Neyzluvatn er eimað grunnvatn úr 50-60 m djúpum brunnum í borginni.  Rafmagn er framleitt með dísilvélum.  Skolpi er dælt óhreinsuðu í sjóinn.  Sorp er notað til að fylla upp lón á nærliggjandi eyjum.  Þannig var flugvöllurinn byggður.

Nafnið Malé er komið af orðinu „Mahaalay” í sanskrít.  Það er dregið af orðinu „maha”, sem þýðir „stór” eða „mikill” og „aalay”. sem þýðir „hús”.  Mahaalay er yfirleitt notað um konungshöll Asoks konungs.  Þjóðsagan hefur aðrar skýringar á nafninu.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM