Allt
frá forsögulegum tímum til nútímans hefur mikill fjöldi fólks
flutzt milli staða og heimshluta. Sumir þjóðflokkar, sem hafa búið
á einangruðum svæðum, hafa ekki hreyft sig úr stað í þúsundir
ára. Slíkt fólk er kallað
frumbyggjar (aborigine, lat.: ab origine = frá upphafi).
Þessir frumbyggjar bjuggu fjarri öðru fólki og menningarsvæðum
og tilvist þeirra varð ekki kunn fyrr en landkönnuðir og nýbyggjar
ruddust inn á yfirráðasvæði þeirra.
Nokkrir
mannfræðingar 20. aldar draga í efa, að þessir frumbyggjar hafa ævinlega
búið á þeim svæðum, sem þeir fundust á.
Það er mögulegt, að einhverjir þessara þjóðflokka hafi
flutt sig um set miklu fyrr en nokkrar sagnir eru til um.
Talið er, að forfeður frumbyggja Ameríku hafi flutzt yfir þurrlendið,
þar sem Beringssund er nú, þótt engar heimildir séu til um það.
Á
20. öld voru fáir staðir, sem höfðu ekki verið kannaðir og voru
ekki komnir undir áhrif nútímamenningar. Steinaldarmenning var við lýði
inni í dýpstu frumskógum Suður-Ameríku og á eyjunni Nýju-Gíneu.
Þeldökkum og dvergvöxnum þjóðflokkum í Malasíu og á
Filipseyjunum, sem býr í innfjöllum landanna, hefur tekizt að halda
frumstæðum siðum sínum og menningu á mikillar truflunar
Eyjan
Hokkaido er stærst norðureyja Japans.
Þar býr fólk af Ainu-þjóðflokki, sem var líkamlega ólíkt
öðrum mongólaþjóðflokkum allt umhverfis.
Líkamleg einkenni og menning þessa fólks hafa að mestu horfið
vegna blöndunar. Það líkist
nú Japönum og talar japönsku.
Frumbyggjar
Ástralíu (aborigines) eru líklega þekktastir.
Þegar fyrstu Evrópumennirnir settust að í Ástralíu fyrir u.þ.b.
200 árum, voru frumbyggjarnir alls staðar á meginlandinu og Tasmaníu.
Áætlaður fjöldi þeirra á 18. öld er a.m.k. 300.000 af
meira en 500 ættbálkum. Árið
1980 voru þeir u.þ.b. 230.000.
Flestir mann- og
fornleifafræðingar hallast að þeirri skoðun, að frumbyggjar Ástralíu
og Tasmaníu hafi flutzt þangað fyrir u.þ.b. 40.000 árum.
Líklega komu þeir frá meginlandi Suðaustur-Asíu og kunna að
hafa komizt til Ástralíu á landbrúm, sem nú eru sokknar í sæ.
Síðan evrópsku landnemarnir settust að í Ástralíu hefur
hefðbundið líf og menning frumbyggjanna raskast æ meir. |