Filipseyjar
Flag of Philippines

MANILA QUEZON DAVAO Meira

FILIPSEYJAR


.

.

Utanríkisrnt.

 

Filipseyjar skiptast í 13 héruð og 72 hreppa; 12 héruð með heimastjórn.  Höfuðborgin er Manila (1,6 millj.; Stór-Manila 9 millj.), Quezon City (1,2 m.), Davao (610 þ.), Cebu (490 þ.), Caloocan (470 þ.), Zamboanga (350 þ.), Pasay ( 290 þ.), Bacolod (270 þ.), Iloilo (250 þ.), Cagayan de Oro (230 þ.), Angelas (190 þ.), Butnan (170 þ.), Ologapo (160 þ.).   Eyjaklasinn heitir eftir Filipusi II Spánarkonungi (1543).  Flestar eyjanna eru nafnlausar og aðeins 20% þeirra eru byggð.  Langflestir íbúanna búa á eyjunum 11, sem taldar eru fyrst hér að framan.

Landið liggur á milli 4°23' og 21°25'N og 116°55' og 126°36'A.  Nyrzti hlutinn er 104 km frá Tævan.  Hæstu fjöllin eru Mount Apo (2.954 m) á Mindanaoog Mt. Pulog (2.928 m) á Luzon.  Þau eru meðal 30 eldfjalla, en 10 eru virk.  Eldvirkninni tengjast tíðir jarðskjálftar, sem hafa oft valdið miklu tjóni.

Meðalárshiti er 27,3°C.  Heitast er frá marz til maí, allt að 40°C.  Úrkoma er mest í júní til október.
Tiltölulega þurrt og „svalara" er frá desember til febrúar (25°C).  Fellibylja gætir mest frá júlí til október, einkum á Luzon og Visayas og þeir valda oft miklu mann- og eignatjóni.

Gróður er mjög fjölbreyttur í þessu raka og heita loftslagi.  Regnskógar vaxa allt upp að 400 m.y.s.
Þar fyrir ofan koma blandaðir eikarskógar og efst eru greni og þokuskógar.  Á vestanverðum eyjunum, þar sem er þurrara á veturna og skógum hefur verið eytt án fyrirhyggju, eru grassléttur.  Orkideutegundir eru >900.  Villidýr eru tæpast til.  Krókódíllinn er eina stóra rándýrið.

Fáir frumbyggjar voru á eyjunum árið 1000 f.Kr., þegar hópar fólks af malaískum uppruna fóru að setjast þar að og byggja þorp, þar sem höfðingjar réðu ríkjum.  Frá lokum 14. aldar fóru áhrif íslam að aukast á eyjum Sa-Asíu og furstadæmi fóru að myndast.

.

     

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM