Manila Filipseyjar,
Flag of Philippines

Umhverfi Manila Manilaflói    

MANILA
FILIPSEYJAR

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Manila er höfuðborg landsins.  Hún er á eyjunni Lúzon og þar búa 1,6 milljónir manna (rúmlega 9 milljónir í Stór-Manila).  Spánverjinn Miguel López de Lagaspí stofnaði hana 1571.  Þremur árum síðar heiðraði Filipus II borgina með tilvitnuninni „Fagra og ævinlega trúa borg".  Núverandi nafn er dregið af Maynilad (nafn á fenjatrésplöntu).  Manila var höfðuborg Filipseyja til 1950, en þá varð Quezon City höfuðborg til 1976.

Manila skiptist í 16 hverfi og mesta þéttbýlissvæði Filipseyja með 13 miðbæjarkjörnum, sem hver gefur sín einkenni.  Quiapo og Santa Crus hafa austurlenzkt yfirbragð.  Í Ermita eru mörg hótel, búðir og næturklúbbar og því aðalmiðstöð ferðamanna.  Manila er borg andstæðna, ríkidæmis og sárustu fátæktar.

Gamli bærinn er nefndur Intramuros vegna hárra borgarmúra, sem Spánverjar reistu á 16.öld til að verjast árásum kínverja.  Þessir múrar voru að mestu lagðir í rúst í síðari heimsstyrjöldinni og aðeins fá hús Spánverja stóðu eftir eða voru endurreist. Ein kirkja slapp heil, San Agustin.  Hún er elzta steinkirkja Filipseyja.  Frá stofnun hennar 1571 lögðu jarðskjálftar hana sex sinnum í rúst.  Hún var ætíð endurbyggð og er nú í rómönskum stíl.  Inni í henni er ítalskur marmari og steindu gluggarnir eru eftir innfædda listamenn.  Aðalvörn Intramuros í ósum Pasigárinnar var Santiagovirkið, sem Spánverjar hófu að reisa 1590 og luki á næstu 150 árum.  Það var lengi fangelsi.  Klefar í kjallara þess voru undir sjávarmáli og þar drukknuðu margir fangar, s.s. á meðan á hernámi Japana stóð.  Nú er fangelsið minningarstaður frelsishetjunnar José Rizal, sem beið þar aftöku síðustu mánuði lífs síns.  Í virkinu er útileikhús og sýningarsvæði fyrir fornbíla.

Sunnan Intamuros er geysistór garður, Rizalgarðurinn, sem einnig er kallaður Luneta.  Þar sem Rizal var tekinn af lífi, er minnisvarði með kveðjuljóðum á mörgum tungumálum á messingplötum.  Garðurinn er prýddur blómabeðum og gosbrunnum og mjög fjölsóttur, einkum á laugardögum, þegar haldnir eru útitónleikar.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM