Masbate Filipseyjar,
Flag of Philippines


MASBATE
FILIPSEYJAR
.

.

Utanríkisrnt.

Masbate er eyja og borg í Mið-Filipseyjum og tilheyrir Visaya-eyjaklasanum.  Vestan hennar er Sibuyan-haf, Visayan-haf í suðri og Samar-haf í suðri.  Flatarmál eyjarinnar er 3269 km².  Hún er 48 km suðvestan syðsta odda Luzon, V-laga og myndar Asid-flóa til suðurs.  Báðir armar V-sins eru fjöllóttir.  Graslendi þekur næstum tvo þriðjunga flatarmáls eyjarinnar og ræktun maís, hrísgrjóna og rótarávextir er aðalatvinnuvegur eyjarskeggja og nokkrir ríkisbúgarðar rækta kvikfé.  Atvinnufiskveiðar eru stundaðar í suðvesturhlutanum í grennd við Balud.  Gull var grafið úr jörðu í aldaraðir á Aroroy-svæðinu í norðurhlutanum en það dró úr þeirri starfsemi á sjöunda áratugi 20. aldar, þótt allmiklar birgðir séu enn þá óunnar.  Kopar finnst í suðausturhlutanum.  Masbate-borg á norðausturströndinni er aðalviðskiptamiðstöðin.  Þaðan eru fluttir út þurrkaðir kókoskjarnar, maís, fiskur og nautakjöt og þar er flugvöllur.  Cataingan, Placer, Milagros og Dimasalang eru aðrar mikilvægar borgir.  Áætlaður íbúafjöldi  árið 1990 var tæplega 60.000.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM