Mindoro Filipseyjar,
Flag of Philippines


MINDORO,
FILIPSEYJAR
.

.

Utanríkisrnt.

Mindoro er vestantil í Filipseyjum, handan Verde-eyjasunds séð frá Luzon.  Strandlengja hennar er láglend en innsléttan hækkar upp í 2487 m.y.s. í Halcon-fjalli.  Heildarflatarmál eyjarinnar er 9735 km².  Þéttvaxnir skógar með íbenholt-, mahóní o.fl. tegundum trjáa þekja fjallahlíðarnar.  Eyjan er eina búsetusvæði hinna smávöxnu tamaraw-vatnabuffalóa í heiminum.

Aðalafurðir plantekra á eyjunni eru kókoshnetur og hrísgrjón.  Mindoro og nokkrar nærliggjandi smáeyjar mynda héruðin Mindoro Oriental og Mindoro Occidental.  Aðalborgin er Calapan.  Heildarflatarmál beggja héraða er í kringum 10.075 km² og Íbúafjöldinn var áætlaður tæplega 300 þúsund árið 1990.


.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM