Filipseyjar meira,
Flag of Philippines

ATVINNULÍFIÐ SAGAN    

FILIPSEYJAR
M
EIRA

Map of Philippines
.

.

Utanríkisrnt.

SENDIRÁÐ og RÆÐISMENN

Booking.com

Filipseyjar eru aðili að UN, ASEAN, Colombo-áætluninni o.fl.

Landinu er skipt í 13 héruð og 72 hreppa; 12 héruð með heimastjórn.  Höfuðborgin er Manila (1,6 millj.; Stór-Manila 9 millj.), Quezon City (1,2 m.), Davao (610 þ.), Cebu (490 þ.), Caloocan (470 þ.), Zamboanga (350 þ.), Pasay ( 290 þ.), Bacolod (270 þ.), Iloilo (250 þ.), Cagayan de Oro (230 þ.), Angelas (190 þ.), Butnan (170 þ.), Ologapo (160 þ.).


Gjaldmiðill Filipseyja er peso.  1 peso = 100 centavos.  Seðlar: 2, 5, 10, 20, 50, 100; mynt: 1p, 2p, 5p, 10c, 25c og 50c.  Aðeins má flytja inn og úr landi 500p.  Hægt er að skipta í erlendan gjaldeyri við brottför frá landinu.

Hægrihandarakstur er á Filipseyjum.  Hámarkshraði á þjóðvegur er 100 km, sveitavegum 70 km og niður í 30 km í borgum og þorpum.

Viðskiptatími:  Opinberar skrifstofur 08:00-17:00, verzlanir 09:00-21:00 (lokað 12:00-14:00) og sumar hálfan daginn á laugardögum, bankar 09:00-16:00.

Jeepney er jeppi, sem hefur verið breytt í smárútu (12 manna) og skreyttur vel.  Aðeins þarf að veifa þeim til að komast með og það er ágæt leið til að komast í snertingu við innfædda.  Leigu-bílar eru hinir ódýrustu í Asíu.  Þess þarf að gæta, að bílstjórinn gangsetji mælinn.  Verðið er oftast hærra, ef samið er um það fyrirfram.  Hyggilegt er að ferðast ekki með bílum, sem ekki hafa TAXI merkið.  Kalesa er hestvagn, sem helzt er að finna í miðborg Manila.  Bezt er að semja um verð fyrirfram.

Matargerð innfæddra er í bland kínversk, spænsk og bandarísk.  Uppistaðan er hrísgrón.  Maturinn er allkryddaður og borinn fram með ýmsu meðlæti.  Einna bezt er adobo, sem er krydduð blanda af svína- og kjúklingakjöti, soðnu í edikssósu, blandaðri svínalifrarsósu.  Fiskurinn er matreiddur á ýmsan hátt, t.d. pinakbet, sem er réttur úr þurrkuðum fiski og soðnu grænmeti.  Fyrir þá, sem vilja reyna eitthvað sérstakt, er balut (harðsoðin, hálfútunguð andaregg) upplagt.  Holo-Holo er bragðgóð blanda af ávöxtum, ís og kókosmjólk.

San Miguel bjórinn er meðal hinna beztu í heimi, bruggaður í Manila.  Romm og gin er framleitt á Filipseyjum.  Pálmavínin tuba og 'ambanoga og sykurreyrsvínið basi er sjaldnast að finna á vínlistum veitingastaða, sem ferðamenn sækja helzt, en eru mikið drukkin annars staðar.

Samgöngukerfi landsins stendur ekki undir sívaxandi kröfum.  Aðalflutningaleiðir eru vegir landsins.  Þótt stöðugt sé verið að byggja aðalvegi og bæta, vanta greiðari leiðir að og frá mörkuð-um í sveitunum.  U.þ.b. fjórðungur hins 75.000 km langa vegakerfis er með bundnu slitlagi.  Járnbrautir á Luzon eru u.þ.b. 730 km langar og á Panay 117 km.  Helmingur vöruflutninga milli eyja fer fram á sjó og mestallur út- og innflutningur að auki.  Þetta er þó seinleg og erfið flutningaaðferð, því að hafnir landsins eru löngu orðnar úreltar.

Flug til og frá Filipseyjum fer um alþjóðaflugvellina þrjá, í Manila, Cebu og Zamboanga.  þar að auki eru 75 flugvellir, sem sinna innanlandsfluginu.

Ferðaþjónustan er aftarlega á merinni.  Ferðamönnum fækkaði fram yfir aldamótin 2000.  Flestir þeirra koma frá Japan, BNA og Bretlandi og fara til Manila.

 TIL BAKA     Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir            HEIM